Archives: Verkefni / Projects

Akrýlmálverk

Málverk unnin með vatnsþynntri akrýmálningu á pappír, línur þvert yfir flötin byggðar á fyrirframgefnum forsendum. Verkin eru hófstillt, þar sem liturinn blandast á mismunandi hátt, ýmist hrienn eða með blæ af hvítu eða svörtu. Þetta eru verk sem eru misstór,…

Málverk, akrýl á pappír 1997–1999

Þetta eru fyrstu málverkin unnin á forsendum kerfisbundinna hugmynda. Þetta eru akrýlmálverk máluð á pappír með þunnri gegnsærri málningu. Reglan byggði á því að í hverri umferð var rönd máluð þvert yfir flötinn, lóðrétt og lárétt til skiptis. Allt í…

Tilfallandi myndir 2018, ljósmyndir

Þetta er útgáfa ljósmynda sem eiga það sameiginlegt að vera ekki byggðar á neinni meginhugmynd. Þær eru »tilfallandi« að því leiti að þær byggja ekki á kerfisbundinni skoðun eða reglu. Þær eru að því marki ljósmyndaskissur, teknar þegar eihvað myndrænt…

2018 Fennpfuhl, ljósmyndaröð

Myndröð sem byggir myndefni sitt á greiningu á fornri tjörn í Britz í Neu-Kölln í Suður-Berlín í Þýskalandi. Heiti verksins er það sama og nafn tjarnarinnnar Fennpfuhl, sem merkir „mýrartjörn“. Tjörnin er í grunninn náttúruleg og við hana hafa fundist…

Boxhagener Platz 2018, ljósmyndaröð

Myndröð sem byggir myndefni sitt á einu vinsælasta garða-torgi í Berlín, Boxhagener Platz í fyrrum Austur-Berlín. Torgið hefur allt frá aldamótum 1900 verið vinsæll áningarstaður ungs fólks til að hittast á góðviðrisdögum. Það er ferhyrnt með byggingum á alla vegu,…

Alte Ostbahnhof 2018, ljósmyndaröð

Eitt af einkennum Berlínarborgar eru mjóir garðar sem hafa verið gerðir þar sem áður hafa legið lestarteinar. Einn af þessum er þar sem fyrrum Ostbahnhof-lestarstöðin var í upphafi síðustu aldar. Í þessari myndröð er garðurinn skrásettur eftir endilöngu, úr tveimur…

Völlurinn 10 árum síðar 2018, ljósmyndaröð

Myndröð tekin á Austurvelli í Reykjavík réttum 10 árum eftir að efnahagshrunið 2008 leiddi til endurtekinna mótmæla á vellinum. Verkið er viss kontrast við þá viðburði, þar sem stytta Jóns Sigurðssonar lendir stöðugt á einmanalegan hátt í bakgrunni á friðsælum…

Mañanas en Juana Azurduy 2018/2010

Ljósmyndaröð tekin á 35mm filmu. Verkið er tekið óskipuleg röð mynda sem teknar voru á morgnana áður en vinna hófst í Buenos Aires árið 2010. Tökustaður var í og við íbúð Brunos Steccioni og Victoriu Sayago í Juana Azurduy-götu. Myndirnar…

Höfnin — flæðarmál 2019, ljósmyndaröð

Hér er ljósmyndahluti verksins Höfnin — flæðarmál, frá 2019, Verkið var tekið í flæðarmálinu í höfninni í Reykjavík. Verkið samanstendur af tveimur hlutum, tveggja rása vídeóverki tekið á göngu hringinn í kring um torgið, klippt út frá reglu aukastafa tölunnar…

Scroll Up
×
Verified by MonsterInsights