Málverk

Yfirlit yfir verk þar sem flöturinn er mótaður af málningu eða bleki.

Akvarellur

Málverk unnin með vatnslitum á pappír, rendur þvert yfir flötinn sem byggja á fyrirframgefinni reglu. Þessi verk eru yfirleitt smá í sniðum og viðkvæm.

12 rendur – olía 50×50 – 2017

Þetta er röð 12 olíumálverka á striga, minni en þær fyrri, eða 50×50 cm. Í þetta skiptið er unnið með málninguna á sama hátt og fyrr, málningin blönduð þannig að fletirnir renna til og taumar leka niður fjötinn. Eftir hverjar…

12 rendur – blek 72×43 – 2016

Röð blekmálverka á pappír, 4 myndir, hver 71×43 cm. Sérhver mynd er byggð upp af 12 röndum. Rendurnar liggja í mismunandi legu, snúið þannig að 15° eru á milli þeirra, einsog merki á klukkuskífu. Breidd hverrar randar er 1/4 af…

Olíumálverk

Málverk unnin með þunnri olíumálningu á striga. Þessi verk eru yfirleitt dramtísk í framsetningu sinni þar sem liturinn lekur og breytist á áhrifaríkan máta. Stærð þeirra er allt frá meðalstórum verkum upp í stór.

16 rendur – olía 120×120 – 2004

Fyrstu málverkin í röð reglulegra flatamynda. Þetta voru 7 olíumálverk í stærðinni 120×120 cm þar sem hver mynd var byggð upp af 16 röndum þvert yfir flötinn sem hver var 30 cm á breidd. Rendurnar voru málaðar í röð lárétt,…

12 rendur – blek 73×47 – 2017

Röð blekmálverka á akvarellupappír í stærðinni 73×47 cm. Forsendur myndraðarinnar og uppbygging hverrar myndar eru fengnar út frá aukastöfum pí á hexadesimal formi. Í þessari myndröð er lega línanna átta í 8 mögulegar áttir af 12. Pí ræður legu hverrar…

Blekmálverk

Málverk unnin með vatnsþynntu bleki á pappír, línur þvert yfir flötin byggðar á fyrirframgefnum forsendum. Verkin eru dramatísk í sterkum skuggabrigðum. Þau eru misstór, frá meðalverkum í yfirstærðir.

16 rendur – olía 120×120 – 2015

Þetta eru fyrstu olíuverkin sem voru gerð eftir að nýtt verkstæði var sett á laggirnar á Nýlendugötu í Reykjavík. Þetta eru verk í sömu stærð og myndröðin sem gerð var 11 árum áður, 120×120 cm að stærð, 6 verk alls.…

8 rendur – blek 44×27 – 2018.ab

Tvær raðir blekmálverka á bambuspappír í stærðinni 44×27 cm. Forsendur myndraðarinnar og uppbygging hverrar myndar eru fengnar út frá aukastöfum pí á hexadesimal formi. Í þessari myndröð er lega línanna átta í 8 mögulegar áttir af 12. Pí ræður legu…

Gvassmálverk

Málverk unnin með þunnri gvassmálningu á pappír, í frjálsri tjáningu. Þessi verk eru yfirleitt smá í sniðum og viðkvæm.

Scroll Up
Verified by MonsterInsights