Störf

Störf

2012– Háskóli Íslands — lektor í listfræði við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs — á meðal verkefna er umsýsla MA-náms og kennsla þar í námskeiði um listgagnrýni og sýningarstjórn þar sem aðstæður og frosendur listasafna eru til skoðunar, auk námskeiðs um nýjustu rannsóknir í listfræði og listasögu. Á BA-stigi kenni ég nú námskeið um aðferðafræði fræðigreinarinnar og um íslenska og erlenda samtímalist.
2015– Stjórn listamannalauna — skipun fyrir hönd Bandalags Íslenskra listamanna.
2015– NORDIK, samband listfræðinga á Norðurlöndum — forseti.
2012–15, 2016– Listfræðafélag Íslands — formaður.
2013– Hugrás, veftímarit Hugvísindasviðs Hálskóla Íslands — ritun gagnrýni og pistla um fjölbreytt málefni tengd myndlist og menningu í íslenskum samtíma.
2013–15 Úthlutunarnefnd launasjóðs myndlistarmanna — formaður.
2012–15 Myndlistarráð — varamaður í stjórn.
2012– Fulltrúi fyrir Íslands hönd í NORDIK, samtökum listfræðinga á Norðurlöndum — stýring og samhæfing á Íslandi við undirbúining norrænnar ráðstefnu um listfræði, NORDIK 2015 mapping uncharted territories, sem haldin var í Reykjavík vorið 2015.
2014 Íslensk samtíðarportrett í Listasafni Akureyrar. Sýningarstjórn ásamt Hannesi Sigurðssyni og Katrínu Matthíasdóttur. Ritun fræðilegs texta sem fylgir sýningunni og kynningartexta.
2011–13 „Víðsjá“ á Rás 1 í Ríkisútvarpinu — myndlistargagnrýnandi.
2012 „Glóbal-lókal“, Listasafnið á Akureyri — skipulag og stjórnun sýningar á nýjum verkum sex samtímalistamanna í tilefni af 130 ára afmæli Akureyrar.
2012 Nám í kvikmyndagerð á Íslandi – Þörf og möguleikar — skýrsla unnin fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið.
2004–12 FUGL — sýningarstjórn og rekstur tilraunasýningarrýmis. Alls voru haldnar 21 sýning á vegum FUGLs á þessu tímabili.
1997–2012 Borgarholtsskóli — kennari og kennslustjóri Lista- og fjölmiðlasviðs. Ábyrgð á uppbyggingu og skipulagningu náms á listnámsbraut, í upplýsingatækni og í fjölmiðlatækni. Stjórnun deildar með um 12 starfsmönnum, ábyrgð á starfsmannahaldi, tækniuppbyggingu og fjármálum sviðsins. Kennsla í áföngum í listasögu, ljósmynda- og prentsögu, kvikmyndasögu auk stúdíóáfanga í margmiðlunarhönnun.
2002–12 Listaháskóli Íslands — skipulagning og kennsla alls 13 námskeiða við myndlistardeild, hönnunardeild og listkennsludeild. Á meðal þeirra voru námskeið á BA-stigi um fræðilegan grunn hönnunar, um forsendur myndlistar, um sjónmenningarfræði auk sérnámskeiða um gjörningalist, vídeólist og innsetningar, auk námskeiðs á MA-stigi um samtímamiðlun og sjónlistir.
2007–15 Listasafn Íslands — ýmis verkefni, þ.á m. aðstoð við uppsetningu sýningar á verkum Steinu, aðstoð við uppsetningu á verkum Shirin Neshat, ráðgjöf vegna hugmynda um arkívu íslenskra vídeóverka og við stofnun Vasulkastofu, arkívu á verkum Steinu og Woodys Vasulka.
2006–11 Nordic Network for Avant-Garde Studies — Undirbúningur og ritstjórn vegna Nordic Avant-Garde History, binda 3 og 4, um tímabilið frá 1950 til 2000.
2009 Norræni sumarháskólinn — skipulag ráðstefnu í Reykjavík undir heitinu „Process, Design and Aesthetics: Future Spectralities: Hauntology and Aesthetics.“
2006–7 Nordic Network for Avant-Garde Studies — þátttaka í skipulagningu ráðstefnu samtakanna sem haldin var í Reykjavík í september 2007.
2005–6 Menntamálaráðuneyti — skipun í nefnd um endurskoðun námskrár í myndlist og listgreinum í grunn- og framhaldsskólum vegna áforma um styttingu framhaldskólans.
1999–2001 Prenttæknistofnun og félag bókagerðarmanna — yfirstjórn við gerð nýrra námskráa á sviði prentiðnar og miðlunar.
1999 Menntamálaráðuneyti — skipun í nefnd um endurskoðun námskrár fyrir framhaldsskóla í listgreinum og fyrir nýja námskrá í margmiðlunarhönnun.
1996–7, 2003–4 Nýlistasafnið — stjórnarseta.
2000–2 Listasafn Reykjavíkur — ráðgjöf vegna uppbyggingar rafræns skráningarkerfis og vefsíðu.
1999–2000 Cafe9.net — listrænn og tæknilegur stjórnandi á vegum Listasafns Reykjavíkur. Cafe9.net var tveggja mánaða nýmiðlahátíð unnin í samvinnu sjö menningarborga Evrópu árið 2000. Í verkefnum fólst þátttaka í skipulagi ráðstefnunnar í heild, uppbygging tæknilegra möguleika fyrir verkefnið á Íslandi, val á listamönnum og listverkefnum sem tóku þátt í hátíðinni fyrir Íslands hönd.
2000 Bezti Hlemmur í heimi — stýring sýningar í og við skiptistöðina á Hlemmi. Sýningin naut stuðnings Reykjavíkur Menningarborgar árið 2000.
1997 Portmyndir — stýring myndlistarsýningar 13 listamanna sem átti sér stað í innkeyrsluportum við Laugaveg.

Scroll Up
Verified by MonsterInsights