Bláprent / Cyanotype

Kýanótýpur byggja á ljósmyndaaðferð sem rekja má til ársins 1842. (1) Myndirnar eru ýmist teknar á filmu eða stafræna myndavél. (2) Þær eru síðan unnar í tölvu til að stjórna blæbrigðum. (3) Eftir það er prentuð negatív mynd eftir þeim á glæru, í þeirri stærð sem þær eiga að vera í lokin. (4) Vatnsllitapappír er undirbúinn með því að maska myndflötinn og bera á hann sérstakan ljósnæman vökva. (5) Þegar pappírinn er þurr er glæran lögð yfir hann, glerplata sett yfir þannig að glæran liggi þétt að pappírnum. (6) Ljósakassi með útfjólubláu ljósi er síðan lagður yfir glerið og lýsing framkvæmd eins og þarf. (7) Þegar búið er að lýsa myndina á pappírinn er hann þviginn upp úr edikvatni og skolaður. Niðurstaðan er skærblá mynd, bláprent. (8) Næst er myndin bleikt lítillega í þvottasóda. Bleikingin lýsir ljósustu fletina. (9) Að lokum er myndin tónuð í tannínríkri lausn, sem gerir dökku fletina svargráa og tónar ljósu fletina í einkennandi blæ. Mismunandi jurtir gefa myndunum ólíkan blæ. Eikarepli gera grátónana rauðbleika. Súmaklauf gefa þeim gulbrúnan blæ. Rauðfurubörkur gerir grátóna ryðbrúna og litar einnig ljósu litina brúnbleika.

Aþenudagar

Myndir teknar á tveggja daga reiki um Aþenuborg í Grikklandi vorið 2023. Leica IIIc (1949), Summitar 5cm f/2, Ricoh Retro 400. Kýanótýpur tónaðar með hvítum Aleppo-eikareplum.

Vetrarskógur

Myndir teknar við Brúará á Suðurlandi á miklu frostatímabili í desember 2022. Sony a6600, Sony E PZ 18-105mm F4. Kýanótýpur tónaðar með hvítum Aleppo-eikareplum.

Draumalandið / Elysium

Draumalandið / Elysium, er röð 15 tónaðra kýanótýpa (cyanotype), ljósmynda unnar með 19. aldar tækni í vatnslitapappír. Í myndefninu mætir óreiða náttúrinnar reglu mannlegs skipulags á dramatískan hátt.

Gullfossför
2023

Gullfossför er röð mynda, 17 alls, sem teknar voru á slóðanum að Gullfossi, austan megin. Fyrstu myndirnar eru í anda stammningsmynda frá lokum 19. aldar, undir nokkrum áhrifum frá frumherja íslensks landslagsmálverks, Þórarni B. Þorlákssyni.

Greensboro spiral

„The Medicine Show“ er röð ljósmynda sem unnar voru í Greensboro í Norður-Karólínu í apríl 2022. Verkin eru öll kýanótýpur, bláprent, tónuð með tannínsýrulausn.
Scroll Up