Myndröð sem byggir myndefni sitt á einu vinsælasta garða-torgi í Berlín, Boxhagener Platz í fyrrum Austur-Berlín. Torgið hefur allt frá aldamótum 1900 verið vinsæll áningarstaður ungs fólks til að hittast á góðviðrisdögum. Það er ferhyrnt með byggingum á alla vegu, ein af mörgum garðavinjum í borgarlandslagi Berlínarborgar.
Verkið samanstendur af tveimur hlutum, tveggja rása vídeóverki tekið á göngu hringinn í kring um torgið, klippt út frá reglu aukastafa tölunnar pí, og safni 16 ljósmynda sem teknar eru með reglulegu millibili allt í kring um torgið.
Post type with a slug of "product" is not registered.