Verkaskrá / Catalogue

Hér birtist yfirlit yfir verkaraðir og innsetningar.

2005 Skann, vídeóverk

Skann er verk gert árið 2005 og er annað tveggja verka sem sýnt var á Sýningunni Ný íslensk myndlist II í Listasafni Íslands það sama ár. Verkið er skoðun á yfirgefnum garði í miðbænum, þar sem kvikmyndatökuvélin er látin snúast…

2018 Fennpfuhl, ljósmyndaröð

Myndröð sem byggir myndefni sitt á greiningu á fornri tjörn í Britz í Neu-Kölln í Suður-Berlín í Þýskalandi. Heiti verksins er það sama og nafn tjarnarinnnar Fennpfuhl, sem merkir „mýrartjörn“. Tjörnin er í grunninn náttúruleg og við hana hafa fundist…

2006 Novozámecká, vídeóverk

Novozámecká er verk gert árið 2006 í Tékklandi. Í verkinu er ein af mörgum garðabyggðum sem hafa verið við lýði í kringum Prag um áratugabil. Þetta eru gróðurreitir þar sem fólk hefur getað ræktað sitt eigið grænmeti. Á tímum kommúnismans…

Tilfallandi myndir 2018, ljósmyndir

Þetta er útgáfa ljósmynda sem eiga það sameiginlegt að vera ekki byggðar á neinni meginhugmynd. Þær eru »tilfallandi« að því leiti að þær byggja ekki á kerfisbundinni skoðun eða reglu. Þær eru að því marki ljósmyndaskissur, teknar þegar eihvað myndrænt…

2018 Boxhagener Platz, vídeó

Myndröð sem byggir myndefni sitt á einu vinsælasta garða-torgi í Berlín, Boxhagener Platz í fyrrum Austur-Berlín. Torgið hefur allt frá aldamótum 1900 verið vinsæll áningarstaður ungs fólks til að hittast á góðviðrisdögum. Það er ferhyrnt með byggingum á alla vegu,…

2006 Skátagil, vídeóverk

Skátagil er er verk sem var gert fyrir einkasýningu í Populus Tremula á Akureyri sumarið 2006. Í verkinu er gili sem er einskonar einskismannsland í miðjum bænum gerð skil. Auga vélarinnar fer upp allt gilið, staðsett nálægt jörðinni. Þessi skriðhreyfing…

Heima — í Skógargerði, síanótípur, 2021

Heima — í Skógargerði No1, 20x20 cm, 1/16

Myndaröð sem ber titilinn „Heima — í Skógargerði.“ Myndirnar eru síanótýpur, bleiktar í þvottasóda og tónaðar í tannínsýru, unnar á Hahnemühle 265g bambuspappír. Skuggarnir haldast blágráir með þessari vinnuaðferð á meðan ljósari fletir fá á sig brúngráan blæ. Sérhver mynd…

2005 Heim — stofa, vídeóinnsetning

Heim — stofa er viðamesta vídeóverkið sem ég hef sýnt. Það er í heildina 17 rásir. Verkið byggir á myndefnii sem tekið var í listamannaíbúið í Prag haustið 2002, þar sem stofa íbúðarinnar var skráð á allt að því áráttukenndan…

Scroll Up
Verified by MonsterInsights