2007 64 dyr Landspítala við Hringbraut, vídeóverk

Post type with a slug of "product" is not registered.

64 dyr Landspítala við Hringbraut er verk sem upphaflega var sýnt á einkasýningu minni í Listasafni ASÍ í Ásmundarsal árið 2007. Listasafnið stóð í næsta nágrenni Landspítalans og þessvegna kaus ég að framkvæma rannsókn á spítalanum í tilefni sýningarinnar. Niðurstaðan var verk þar sem allar dyr að spítalanum voru teknar fyrir, en ég fann á þeim tíma 64 innganga að spítalanum. Vídeóið samanstendur af 20 sekúndnar myndbrotum sem hvert um sig er tekið 20 skrefum frá hverjum dyrum. Myndirnar hverfast í vídeóinu hver inn í aðra.

Verkið er vídeóinnsetning, ætlað til vörpunar á vegg frá gólfi upp í loft. Hér fyrir ofan má sjá þriggja og hálfrar mínútu brot úr upphafi verksins.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Scroll Up
Verified by MonsterInsights