2009 LOCUS, vídeóverk

LOCUS er verk sem tekið var haustið 2009 á Miðnesheiði, þar sem tóm íbúðarhús stóðu auð eftir að Bandaríski flotinn yfirgaf svæðið nokkrum árum áður. Verkið var gert fyrir einkasýningu í Gallerí Suðsuðvestur í Keflavík í janúar 2010. Á sýningunni, sem bar titilinn Transit, var sjónum beint að hugarfari og ástandi íbúa svæðisins, en svæðið varð hvað harðast úti eftir fjármálakreppuna árið 2008. Bærinn stendur í skugga Keflavíkurflugvallar og við vinnslu verka fyrir sýninguna var sjónum beint að þeirri þverstæðu að fólk var fast í ástandi kreppu og atvinnuleysis á meðan rétt fyrir ofan blöstu við möguleikar alls heimsins.

Verkið er ætlað til innsetningar, einnar rásar vídeó varpað stórt á vegg frá gólfi upp í loft.

Eitt þriggja eintaka verksins var keypt af Listasafni Íslands í kjölfar sýningarinnar og var sýnt þar árið 2014.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Scroll Up
Verified by MonsterInsights