Vídeóverk

Hér birtast verk og innsetningar mínar þar sem kvikmyndamiðillinn er ráðandi form.

2009 LOCUS, vídeóverk

LOCUS er verk sem tekið var haustið 2009 á Miðnesheiði, þar sem tóm íbúðarhús stóðu auð eftir að Bandaríski flotinn yfirgaf svæðið nokkrum árum áður. Verkið var gert fyrir einkasýningu í Gallerí Suðsuðvestur í Keflavík í janúar 2010. Á sýningunni,…

2014 Svanasöngur, vídeóverk / video

Svanasöngur sýnir hringferð í kringum syðri tjörnina í miðborg Reykjavíkur. Verkið er tekið um miðjan vetur, um nótt. Í ferlinu sjást helstu kennileiti borgarinnar, eins og Ráðhúsið og Háskólinn, í bakgrunni. Áherslan í verkinu liggur hins vegar í hljóðinu, en…

2007 Björgun, vídeóverk

Björgun er verk gert árið 2007. Myndefni verksins var tekið um sumarsólstöður, frá 12 til 2, á athafnasvæði malarvinnslufyrirtækisins Björgunar við Grafarvog. Verkið er tekið við jaðar svæðisins, á 16 stöðum allan hringinn. Myndavélinni var í sérhverju tilviki beint inn…

2005 Skann, vídeóverk

Skann er verk gert árið 2005 og er annað tveggja verka sem sýnt var á Sýningunni Ný íslensk myndlist II í Listasafni Íslands það sama ár. Verkið er skoðun á yfirgefnum garði í miðbænum, þar sem kvikmyndatökuvélin er látin snúast…

Scroll Up