
LOCUS er verk sem tekið var haustið 2009 á Miðnesheiði, þar sem tóm íbúðarhús stóðu auð eftir að Bandaríski flotinn yfirgaf svæðið nokkrum árum áður. Verkið var gert fyrir einkasýningu í Gallerí Suðsuðvestur í Keflavík í janúar 2010. Á sýningunni,…

64 dyr Landspítala við Hringbraut er verk sem upphaflega var sýnt á einkasýningu minni í Listasafni ASÍ í Ásmundarsal árið 2007. Listasafnið stóð í næsta nágrenni Landspítalans og þessvegna kaus ég að framkvæma rannsókn á spítalanum í tilefni sýningarinnar. Niðurstaðan…

Frá Ártúnshöfða niður að sjó við Granda — með hugsunum er verk upphaflega var unnið árið 1997. Það byggði í grunninn á óklipptri upptöku sem sýndi leiðina í gegn um allar Reykjavíkurborg frá austri til versturs. Hljóðrásin er kraftmikil tónlist…

Svanasöngur sýnir hringferð í kringum syðri tjörnina í miðborg Reykjavíkur. Verkið er tekið um miðjan vetur, um nótt. Í ferlinu sjást helstu kennileiti borgarinnar, eins og Ráðhúsið og Háskólinn, í bakgrunni. Áherslan í verkinu liggur hins vegar í hljóðinu, en…

Gengið niður Klapparstíg er verk sem í upphaflegri útgáfu var sýnt á einkasýningu minni í Nýlistasafninu árið 2005. Verkið er einfalt að gerð, það er fyrstu persónu sýn á göngu snemma morguns niður eina af eldri götum Reykjavíkur, Klapparstíg, frá…

Umhorfs frá vinnustofunni á Öndólfsstöðum er verk gert árið 1999. Í verkinu er klippingin með sama formi og í Frá Ártúnshöfða niður að sjó við Granda, sem var gert tveimur árum fyrr. Í þessu verki víkur hinsvegar borgarysinn fyrir kyrrð…

Björgun er verk gert árið 2007. Myndefni verksins var tekið um sumarsólstöður, frá 12 til 2, á athafnasvæði malarvinnslufyrirtækisins Björgunar við Grafarvog. Verkið er tekið við jaðar svæðisins, á 16 stöðum allan hringinn. Myndavélinni var í sérhverju tilviki beint inn…

107 dyr Tékkneska tækniháskólans í Prag er verk gert árið 2007. Verkið er hliðstæða við 64 dyr Landspítalans sem var gert sama ár. Hér er myndefnið frá Prag í Tékklandi og eins og í Íslenska verkinu er verið að túlka…

Muligheder for at gennemgå et slagteri er verk gert árið 2003, í samvinnu við danska ljósmyndarann Tommy Wolk, sem var kvikmyndatökumaður í verkinu. Verkið var gert fyrir sýningu í nýlokuðu sláturhúsi í Lemvig á Jótlandi. Það er tekið í sláturhúsinu…

Skann er verk gert árið 2005 og er annað tveggja verka sem sýnt var á Sýningunni Ný íslensk myndlist II í Listasafni Íslands það sama ár. Verkið er skoðun á yfirgefnum garði í miðbænum, þar sem kvikmyndatökuvélin er látin snúast…