2020 Skógargerðishleðsla , vídeóinnsetning / video installation

Skógargerðishleðsla er tveggja rása vídeóverk tekið í landi Skógargerðis í Fljótsdalshéraði á Austurlandi. Myndefni verksins er rúmlega 5 km hlaðinn veggur sem Gísli Helgason bóndi í Skógargerði hlóð skömmu eftir fyrri heimstyrjöld til að girða fyrir að kindur komist inn á tún bæjarins. Verkið byggir á tveimur órofnum tökum. Í annarri tökunni er veggnum fylgt upp brekku í leið sem liggur frá Leginum upp á bæjarásinn. Í hinni er hleðslunni uppi á ásnum fylgt. Víða er erfitt um vik við tökuna því skógurinn hefur kaffært hleðsluna á löngum köflum. Báðar tökurnar eru í verkinu sýndar hlið við hlið, en klippingar byggja á því að víxla tökunum kerfisbundið.

Skógargerðishleðsla is a two channel video installataion shot in the farmstead Skógargerði in eastern Iceland. It is a documentation of a more than 5 km stone wall made by farmer Gísli Helgason following the first world war, to keep sheep out of the farm’s fields. The work is two uninterupted takes. One follows the wall uphill from the lake to the crest of the hill. The other follows the wall along the hillcrest. At times the tast was quite difficult due to the forest having grown over the wall by time. The two takes are exhibited side by side, with systematic edits swiching the two parts between the screens at irregular intervals.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Scroll Up
Verified by MonsterInsights