Vídeóverk

Hér birtast verk og innsetningar mínar þar sem kvikmyndamiðillinn er ráðandi form.

2006 Novozámecká, vídeóverk

Novozámecká er verk gert árið 2006 í Tékklandi. Í verkinu er ein af mörgum garðabyggðum sem hafa verið við lýði í kringum Prag um áratugabil. Þetta eru gróðurreitir þar sem fólk hefur getað ræktað sitt eigið grænmeti. Á tímum kommúnismans…

2018 Boxhagener Platz, vídeó

Myndröð sem byggir myndefni sitt á einu vinsælasta garða-torgi í Berlín, Boxhagener Platz í fyrrum Austur-Berlín. Torgið hefur allt frá aldamótum 1900 verið vinsæll áningarstaður ungs fólks til að hittast á góðviðrisdögum. Það er ferhyrnt með byggingum á alla vegu,…

2006 Skátagil, vídeóverk

Skátagil er er verk sem var gert fyrir einkasýningu í Populus Tremula á Akureyri sumarið 2006. Í verkinu er gili sem er einskonar einskismannsland í miðjum bænum gerð skil. Auga vélarinnar fer upp allt gilið, staðsett nálægt jörðinni. Þessi skriðhreyfing…

2005 Heim — stofa, vídeóinnsetning

Heim — stofa er viðamesta vídeóverkið sem ég hef sýnt. Það er í heildina 17 rásir. Verkið byggir á myndefnii sem tekið var í listamannaíbúið í Prag haustið 2002, þar sem stofa íbúðarinnar var skráð á allt að því áráttukenndan…

2002 3x1xPraha, vídeóverk

3x1xPraha 1

3x1xPraha var verk sem sýnt var í Centre for Contemporary Art í Prague árið 2002. Verkið er samansett úr röð 16 sekúndna myndbrota sem tekin voru víðsvegar í Prag.  Brotin voru klippt saman þrjú og þrjú í senn og tengd…

2019 Höfnin — flæðarmál, vídeóinnsetning

Verkið var tekið í flæðarmálinu í höfninni í Reykjavík. Verkið samanstendur af tveimur hlutum, tveggja rása vídeóinnsetningu, og safni 24 ljósmynda sem teknar eru með reglulegu á sama stað í hring. Vídeóhluti verksins er 2 rása vídeóverk þar sem myndin…

2017 Bakgarðurinn

Bakgarðurinn er verk sem er skipuleg skoðun á umhverfi miðborgar Reykjavíkur, í bakgarði sem er steinsnar frá helstu ferðamannastöðum en falinn á milli húsanna. Í verkinu er ásýnd garðsins skoðuð frá 4 sjónarhornum, klippt til sýningar í 4 rása vídeóverki,…

Scroll Up
×
Verified by MonsterInsights