Vídeóverk
Hér birtast verk og innsetningar mínar þar sem kvikmyndamiðillinn er ráðandi form.
2002 3x1xPraha, vídeóverk
3x1xPraha var verk sem sýnt var í Centre for Contemporary Art í Prague árið 2002. Verkið er samansett úr röð 16 sekúndna myndbrota sem tekin voru víðsvegar í Prag. Brotin voru klippt saman þrjú og þrjú í senn og tengd…
2019 Höfnin — flæðarmál, vídeóinnsetning
Verkið var tekið í flæðarmálinu í höfninni í Reykjavík. Verkið samanstendur af tveimur hlutum, tveggja rása vídeóinnsetningu, og safni 24 ljósmynda sem teknar eru með reglulegu á sama stað í hring. Vídeóhluti verksins er 2 rása vídeóverk þar sem myndin…
2020 Skógargerðishleðsla , vídeóinnsetning / video installation
Skógargerðishleðsla er tveggja rása vídeóverk tekið í landi Skógargerðis í Fljótsdalshéraði á Austurlandi. Myndefni verksins er rúmlega 5 km hlaðinn veggur sem Gísli Helgason bóndi í Skógargerði hlóð skömmu eftir fyrri heimstyrjöld til að girða fyrir að kindur komist inn…
2017 Bakgarðurinn
Bakgarðurinn er verk sem er skipuleg skoðun á umhverfi miðborgar Reykjavíkur, í bakgarði sem er steinsnar frá helstu ferðamannastöðum en falinn á milli húsanna. Í verkinu er ásýnd garðsins skoðuð frá 4 sjónarhornum, klippt til sýningar í 4 rása vídeóverki,…
2020 Mazzaforno, vídeóinnsetning / video installation
Mazzaforno er tveggja rása vídeóverk tekið í sumardvalarþorpinu Mazzaforno á Sikiley. Í þorpinu, sem bar almennt merki um velmegun, voru um 10 hús sem aldrei hafði verið lokið við. Stórar 250 fm villur sem voru um 20 árum eftir byggingu…
2009 LOCUS, vídeóverk
LOCUS er verk sem tekið var haustið 2009 á Miðnesheiði, þar sem tóm íbúðarhús stóðu auð eftir að Bandaríski flotinn yfirgaf svæðið nokkrum árum áður. Verkið var gert fyrir einkasýningu í Gallerí Suðsuðvestur í Keflavík í janúar 2010. Á sýningunni,…
2007 64 dyr Landspítala við Hringbraut, vídeóverk
64 dyr Landspítala við Hringbraut er verk sem upphaflega var sýnt á einkasýningu minni í Listasafni ASÍ í Ásmundarsal árið 2007. Listasafnið stóð í næsta nágrenni Landspítalans og þessvegna kaus ég að framkvæma rannsókn á spítalanum í tilefni sýningarinnar. Niðurstaðan…
1997 Frá Ártúnshöfða niður að sjó við Granda — með hugsunum, vídeóverk
Frá Ártúnshöfða niður að sjó við Granda — með hugsunum er verk upphaflega var unnið árið 1997. Það byggði í grunninn á óklipptri upptöku sem sýndi leiðina í gegn um allar Reykjavíkurborg frá austri til versturs. Hljóðrásin er kraftmikil tónlist…
2014 Svanasöngur, vídeóverk / video
Svanasöngur sýnir hringferð í kringum syðri tjörnina í miðborg Reykjavíkur. Verkið er tekið um miðjan vetur, um nótt. Í ferlinu sjást helstu kennileiti borgarinnar, eins og Ráðhúsið og Háskólinn, í bakgrunni. Áherslan í verkinu liggur hins vegar í hljóðinu, en…