Verkaskrá / Catalogue

Hér birtist yfirlit yfir verkaraðir og innsetningar.

Eyjar 2018/1999

Eyjar No.5 2018/1996

Þegar ferðast var um sveitir íslands undir lok síðustu aldar var áberandi í næturmyrkrinu hvernig einstakir bæir stóðu einangraðir í djúpu myrkri. Það var þessi tilfinning sem ég leitaðist við að fanga.

2014 Svanasöngur, vídeóverk / video

Svanasöngur sýnir hringferð í kringum syðri tjörnina í miðborg Reykjavíkur. Verkið er tekið um miðjan vetur, um nótt. Í ferlinu sjást helstu kennileiti borgarinnar, eins og Ráðhúsið og Háskólinn, í bakgrunni. Áherslan í verkinu liggur hins vegar í hljóðinu, en…

Montevideo 2018/2010

Ljósmyndaröð tekin í ferð frá Buenos Aires í Argentínu til Montevideo í Uruguay árið 2010. Myndirnar voru teknar á Leica myndavél frá 1948. Filmurnar voru skannaðar inn og myndirnar unnar til útgáfu árið 2018. Í fullri stærð eru myndirnar 33,9…

Höfnin — flæðarmál 2019, ljósmyndaröð

Hér er ljósmyndahluti verksins Höfnin — flæðarmál, frá 2019, Verkið var tekið í flæðarmálinu í höfninni í Reykjavík. Verkið samanstendur af tveimur hlutum, tveggja rása vídeóverki tekið á göngu hringinn í kring um torgið, klippt út frá reglu aukastafa tölunnar…

Mañanas en Juana Azurduy 2018/2010

Ljósmyndaröð tekin á 35mm filmu. Verkið er tekið óskipuleg röð mynda sem teknar voru á morgnana áður en vinna hófst í Buenos Aires árið 2010. Tökustaður var í og við íbúð Brunos Steccioni og Victoriu Sayago í Juana Azurduy-götu. Myndirnar…

2007 Björgun, vídeóverk

Björgun er verk gert árið 2007. Myndefni verksins var tekið um sumarsólstöður, frá 12 til 2, á athafnasvæði malarvinnslufyrirtækisins Björgunar við Grafarvog. Verkið er tekið við jaðar svæðisins, á 16 stöðum allan hringinn. Myndavélinni var í sérhverju tilviki beint inn…

Völlurinn 10 árum síðar 2018, ljósmyndaröð

Myndröð tekin á Austurvelli í Reykjavík réttum 10 árum eftir að efnahagshrunið 2008 leiddi til endurtekinna mótmæla á vellinum. Verkið er viss kontrast við þá viðburði, þar sem stytta Jóns Sigurðssonar lendir stöðugt á einmanalegan hátt í bakgrunni á friðsælum…

Scroll Up
×
Verified by MonsterInsights