2005 Heim — stofa, vídeóinnsetning

Post type with a slug of "product" is not registered.

Heim — stofa er viðamesta vídeóverkið sem ég hef sýnt. Það er í heildina 17 rásir. Verkið byggir á myndefnii sem tekið var í listamannaíbúið í Prag haustið 2002, þar sem stofa íbúðarinnar var skráð á allt að því áráttukenndan hátt, þar sem smáatriði í umhverfinu voru tekin fyrir og skoðuð eins og þau væru persónur í kvikmynd. Auk þessa var farið yfir rýmið í heild, þar sem tökuvélin renndi yfir sviðið. Í lokavinnslunni var unnið úr efninu 16 16 sekúndna kvikmyndabútar sem lúppa endalaust í flutningi, auk miðmyndarinnnar sem er afstöðumynd fyrir rýmið í heild. Verkið var unnið í samvinnu við tónskáldið Ríkharð Friðriksson, en hann gerði raftónlistarrás við hverja senu.

Verkið var sýnt á sýningunni „Ný íslensks myndlist II“ í Listasafni Íslands árið 2005. Þar var miðmyndin sýnd sem vörpun í miðju rýmisins á stóru tvíhliða sýningartjaldi. Beggja  vegna við tjaldið voru 16 sjónvarpstæki, búin hreyfiskynjurum. Þegar áhorfendur komu fyrir framan tækin kveiktu þeir á viðkomandi myndrás. Verkið var því knúið af virkni áhorfenda, þar sem myndefnið birtist þegar áhorfendur virkjuðu hverja rás fyrir sig. Hljóðheimur rýmisins var einnig mjög krefjandi, þar sem hljóðið jókst og blandaðist saman á taktvissan hátt eftir því sem fleiri áhorfendur voru til staðar í rýminu.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Scroll Up
Verified by MonsterInsights