Topografia Breiðholtensis 2021

Röð ljósmynda þar sem viðfangsefnið er Breiðholt, hverfi sem á margan hátt markar ‘jaðar’ Reykjavíkurborgar. Í verkinu eru 7 hnit, eða miðjur, valdar fyrirfram og ljósmyndir teknar á svæðinu, 12 alls. Úr þessum myndum eru valdar áhugaverðar myndir til framköllunar. Verkið er unnið á hefðbundinn hátt, á filmu og stækkaðar í myrkraherbergi. Myndirnar eru teknar með Zenza Bronica TL myndavél frá 1972, á Bergger Panchro400 6×6 cm svarthvíta filmu. Myndirnar eru síðan stækkaðar á Ilford Art300 ljósmyndapappír og tónaðar með selentóner til að fá hlýjan blæ og aukna endingu. Verkið er gefið út í tveimur eintökum, annarsvegar á 20×20 cm pappír, hver mynd í 45 eintökum, hinsvegar á 50×50 cm pappír, hver mynd í 10 eintökum.

||

A series of photographs whose subject is Breiðholt, a neighborhood that in many ways marks the ‘edge’ of the city of Reykjavík. In the work, 7 coordinates, or centers, are selected in advance and photographs are taken around that area, 12 in total. From these pictures interesting images are selected for development. The work is made in the traditional way, on film and enlarged in a darkroom. The photos are taken with a Zenza Bronica TL camera from 1972, on Bergger Panchro400 6×6 cm black and white film. The images are then enlarged on Ilford Art300 photo paper and tinted with selenium toner for a warm tone and increased durability. The work is published in two copies, on the one hand on 20×20 cm paper, each picture in 45 copies, on the other hand on 50×50 cm paper, each picture in 10 copies.

Post type with a slug of "product" is not registered.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Scroll Up
×
Verified by MonsterInsights