Velkomin í Hólmaslóð!

Það hefur borið við að fólk hefur sýnt því áhuga að koma að skoða verk hjá mér núna fyrir jólin. Vegna þessa verð ég með viðveru í stúdóinu á ákveðnum tímum næstu daga, fimmtudag, föstudag, og laugardag, frá a.m.k. 1–5…

Heima — í Skógargerði 2021

Heima — í Skógargerði No13 30×30 cm, 1/8

Myndaröð sem ber titilinn „Heima — í Skógargerði.“ Myndirnar eru síanótýpur, bleiktar í þvottasóda og tónaðar í tannínsýru, unnar á Hahnemühle 265g bambuspappír. Skuggarnir haldast blágráir með þessari vinnuaðferð á meðan ljósari fletir fá á sig brúngráan blæ. Sérhver mynd…

Opið stúdíó og vernissage laugardag 13. apríl frá 4 til 7

Opið stúdíó og vernissage verður á Hómaslóð 4 þann 8. desember frá 3 til 7. Kynnt verða nokkur verkefni, röð af litlum blekskissum og ný akvarelluröð, auk nýrra málerka unnin með akrýllitum á pappír. Þar hef ég þegar lokið einni 8 mynda röð og lofar verkefnið góðu. Á sviði ljósmyndunar kynni ég nýja 16 mynda röð takna á Austurvelli í tilefni af 10 ára afmæli hrunsins, auk endurgerða og útgáfu á efni frá fyrri árum, tvær raðir frá Suður-Ameríku frá 2010 og ein, Eyjar, frá 1996. Það er því af nógu að taka og vil ég því bjóða vinum í heimsókn að skoða verkin. Léttar veitingar verða einnig í boði.
Scroll Up
×
Verified by MonsterInsights