Nýju olíumálverkin — 16 rendur

Hér birtast myndir af nýju olíumálverkunum sem kynnt voru til sögunnar á opna stúdíóinu um síðustu helgi. Þetta eru 8 myndir alls, 80 x 80 cm, málaðar með þunnri olíumálningu á striga. Hver mynd er byggð upp af 16 röndum sem málaðar eru þvert yfir flötinn í allar meginstefnur klukkunnar. Sem fyrr er litur, lega randar og breidd ákvarðað af aukatöfumtölunnar pí. Í þessum myndum er liturinn látinn þorna flatt, en ekki látinn leka eins og í flestum myndum undanfarið. Áhugasamir séð nánari upplýsingar um verkin í verkaskránni: KF#28a.

Einnig minni ég á að ævinlega er hægt að koma við í stúdíóinu að Hólmaslóð 4 til að kynna sér verkin nánar. Áhugasamir geta hringt í mig í síma 661 8723 til að ákveða tíma.

 

 

 

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Scroll Up
Verified by MonsterInsights