Opið stúdíó og vernissage laugardag 13. apríl frá 4 til 7

Opið stúdíó og vernissage verður á Hómaslóð 4 þann 8. desember frá 3 til 7. Kynnt verða nokkur verkefni, röð af litlum blekskissum og ný akvarelluröð, auk nýrra málerka unnin með akrýllitum á pappír. Þar hef ég þegar lokið einni 8 mynda röð og lofar verkefnið góðu. Á sviði ljósmyndunar kynni ég nýja 16 mynda röð takna á Austurvelli í tilefni af 10 ára afmæli hrunsins, auk endurgerða og útgáfu á efni frá fyrri árum, tvær raðir frá Suður-Ameríku frá 2010 og ein, Eyjar, frá 1996. Það er því af nógu að taka og vil ég því bjóða vinum í heimsókn að skoða verkin. Léttar veitingar verða einnig í boði.

Nú er komið að því á ný. Þar sem ég hef lokið við að gera nokkuð af nýujum verkjum langar mig til að bjóða vinum mínum að líta við í stúdíóinu næstkomandi laugardag, þann 13. apríl, frá 4 til 7, á Hólmaslóð 4.

Í fyrsta lagi kem ég til með að sýna nýja röð olíumynda, 8 myndir í stærðinni 80 x 80 þar sem nýjar áherslur í kerfismyndum eru kynntar til sögunnar.

Auk þess kem ég til með að kynna nýtt ljósmynda- og kvikmyndaverk, sem ber heitið Höfnin — flæðarmál, verk þar sem efnið er tekið í flæðarmálinu í Reykjavíkurhöfn.

Í boði verða léttar veitingar. Ég hlakka til að sjá sem flesta!

Höfnin – flæðarmál, 2019, vídeórammi.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Scroll Up

Discover more from HLYNUR — ART

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading

Verified by MonsterInsights