Það hefur borið við að fólk hefur sýnt því áhuga að koma að skoða verk hjá mér núna fyrir jólin. Vegna þessa verð ég með viðveru í stúdóinu á ákveðnum tímum næstu daga, fimmtudag, föstudag, og laugardag, frá a.m.k. 1–5 alla dagana.
Áhugasömum er velkomið að kíkja við og skoða verkin og gæða sér á piparkökum og kaffi í leiðinni. Hlakka til að fá sem flesta í heimsókn!