Árið 2015, eftir rúmlega 10 ára hlé, var þráðurinn við gerð kerfismynda tekinn upp á ný, nú í málverkum sem byggðu á ákveðinni reglu við gerð randa þvert yfir flötinn. Í þetta sinni var um að ræða röð átta akvarellumynda. Kerfið sem hver mynd byggir á er að hún er máluð með 8 röndum sem ganga á fjóra vegu þvert yfir flötinn, tvær rendur í hverja átt, lárétt, lóðrétt og með 45° halla á ská niður og upp. Hver rönd er 7,5 cm á breidd, rétt rúmlega fjórðungur hæðar myndarinnar. Ákvörðun um lit og staðsetningu var listamannsins í hvert skipti, valin úr 12 mögulegum litum.
Post type with a slug of "product" is not registered.