1994 Placement, a Willow Brook piece, Goldsmith’s College MA final exhibition

Hér er um að ræða stóra innsetningu sem var lokaverkið í MA-námi mínum í Goldsmith’s College í London. Verkið er það fyrsta þar sem ákveðin staðsetning í borgarmyndinni er tekin fyrir og túlkuð. Verkið samanstendur af þremur stórum svarthvítum ljósmyndum sem ramma verkið af á þremur hliðum. Í miðjunni er síðan sveigður pallur sem mögulega er eins og gulur stígur sem endar hvergi. Ljósmyndirnar eru allar teknar á sama stað í Peckham í suðaustur London, í verkamannahverfi þar sem umbætur á umhverfi koma sérkennilega fyrir sjónir.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Scroll Up
Verified by MonsterInsights