Þetta er myndröð sem er í beinu framhaldi af myndröð #06, unnin með olíu á striga í stærinni 80×80 cm, 4 myndir alls. Myndirnar eru unnar á sama hátt og fyrri olíumyndir þannig að í heildina þekja 16 rendur hverja mynd, hver 20 cm að breidd, eða 1/4 hluti breiddar strigans. Þær eru málaðar þvert yfir flötinn, lárétt, skáhallandi niður, lóðrétt, og skáhallandi upp. Málningin er lögð eins og í röðinni á undan, þannig að fletirnir renna til og taumar látnir leka niður fjötinn. Eftir hverjar 4 umferðir er bætt meiri olíu í litinn þannig að efri lögin hafa meiri gljáa en þau neðri..
Post type with a slug of "product" is not registered.