16 rendur – olía 200×200 – 2017

Hér eru komin stærstu olíumálverkin í þessari röð, eða 200×200 cm, 4 myndir alls. Unnið með málninguna á sama hátt og fyrr, málningin blönduð þannig að fletirnir renna til og taumar leka niður fjötinn. Þó er ekki unnið með síaukinn gljáa á milli umferða, heldur liturinn hafður jafnmattur út ferlið. Í lokin er ferniserað yfir myndirnar á hefðbundinn hátt til að draga litinn fram. Kerfið sem þessar myndir byggja á er nokkuð breytt frá fyrri 16 lína myndum. Sem fyrr eru þó 16 línur sem liggja þvert flötinn eins og í t.d. myndröð #8, lárétt, á ská niður með 45° halla, lóðrétt, og á ská upp. Línurnar eru nú hinsvegar mismunandi breiðar, allt frá því að vera 7/16 af mögulegri breidd í að vera 1/16 af breiddinni. Kerfið sem myndirnar byggja á ná nú til þriggja þátta myndskipunarinnar: liti randanna, breidd þeirra, og staðsetningu þeirra á fletinum. Hér byggja þessir þættir á kerfi út frá aukatölum tölunnar Pí í hexadecimal-kerfi.

Post type with a slug of "product" is not registered.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Scroll Up
Verified by MonsterInsights