16 rendur – olía 120×120 – 2015

Þetta eru fyrstu olíuverkin sem voru gerð eftir að nýtt verkstæði var sett á laggirnar á Nýlendugötu í Reykjavík. Þetta eru verk í sömu stærð og myndröðin sem gerð var 11 árum áður, 120×120 cm að stærð, 6 verk alls. Myndirnar eru unnar kerfisbundið þannig að í heildina þekja 16 rendur hverja mynd, sérhver 30 cm að breidd. Þær eru, eins og í myndröðinni frá 2005, málaðar þvert yfir flötinn, lárétt, skáhallandi niður, lóðrétt, og skáhallandi upp. Ólíkt fyrri myndum er málningin ekki látin þorna slétt á fletinum, heldur blönduð þannig að fletirnir renna til og taumar látnir leka niður fjötinn. Eftir hverjar 4 umferðir er bætt meiri olíu í litinn þannig að efri lögin hafa meiri gljáa en þau neðri.

Post type with a slug of "product" is not registered.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Scroll Up
Verified by MonsterInsights