Bakgarðurinn er verk sem er skipuleg skoðun á umhverfi miðborgar Reykjavíkur, í bakgarði sem er steinsnar frá helstu ferðamannastöðum en falinn á milli húsanna. Í verkinu er ásýnd garðsins skoðuð frá 4 sjónarhornum, klippt til sýningar í 4 rása vídeóverki, ætlað til sýningar á heilvegg með 4 skjávörpum. Hljóðmynd verksins er knýjandi, sett saman úr umhverfishljóðum þar sem hver taka bætist ofan á þá sem er á undan. Verkið er 2:12 sekúndna lúppa í fjórum rásum. Klippingar — s.s. lengd klipps, átt og staðsetning — ákvarðast út frá aukastöfum pí í sextándakerfi, frá 1–720.