Post type with a slug of "product" is not registered.
107 dyr Tékkneska tækniháskólans í Prag er verk gert árið 2007. Verkið er hliðstæða við 64 dyr Landspítalans sem var gert sama ár. Hér er myndefnið frá Prag í Tékklandi og eins og í Íslenska verkinu er verið að túlka sögulegan breytileika borgarinnar með því að beina sjónarhorninu að aðkomuleiðum að mikilsverðri stofnun. Tækniháskólinn á sér sögu frá 19. öld til okkar daga, frá tímum Austurríska keisaradæmisins, Tékkóslóvakíu millistríðsárannar og Tékkóslóvakíu kommúnismans — allt fram til vorra daga. Arkítektúrinn sem birtist í inngöngum að stofnuninni er tilraun til að túlka söguna á beinskeittan hátt, sem samtíma.
Verkið er samsett úr 20 sekúndna kvikmyndabrotum sem hvert er tekið 25 skrefum frá hverjum inngangi. Brotin morfast inn í hvert annað í klippingunni.