Post type with a slug of "product" is not registered.
Skann er verk gert árið 2005 og er annað tveggja verka sem sýnt var á Sýningunni Ný íslensk myndlist II í Listasafni Íslands það sama ár. Verkið er skoðun á yfirgefnum garði í miðbænum, þar sem kvikmyndatökuvélin er látin snúast á klukku þannig að hún fer einn hring á klukkustund. Þannig skannar vélin allan garðinn á einni klukkustund. Við sýningu verksins er notaður skjávarpi sem staðsettur er á búnaði þannig að hann snýst einn hring á klukkustund og birtir þannig heildarmyndina, ræmu fyrir ræmu, á þeim tíma.