Post type with a slug of "product" is not registered.
3x1xPraha var verk sem sýnt var í Centre for Contemporary Art í Prague árið 2002. Verkið er samansett úr röð 16 sekúndna myndbrota sem tekin voru víðsvegar í Prag. Brotin voru klippt saman þrjú og þrjú í senn og tengd tilfinningavísun, orði á tékknesku með tilraun til þýðingar á íslensku. Senurnar voru 32 í allt með svörtu á milli.
Verkið er tilraun til að fanga hversdagleikann í borginni, það sem er ekki jafnan til sýnis. Í því leikur hljóðrásin álíkamikilvægt hlutverk og myndin þar sem hún blandast saman og styrkist í miðhluta hverrar senu.