1999 Umhorfs frá vinnustofunni á Öndólfsstöðum, vídeóverk

Post type with a slug of "product" is not registered.

Umhorfs frá vinnustofunni á Öndólfsstöðum er verk gert árið 1999. Í verkinu er klippingin með sama formi og í Frá Ártúnshöfða niður að sjó við Granda, sem var gert tveimur árum fyrr. Í þessu verki víkur hinsvegar borgarysinn fyrir kyrrð sveitarinnar. Verkið er allt tekið í gömlu eldhúsi í kjallara sveitarbæjar. Miðhluti rammans er tekinn beint út um gluggann og breytist svo til ekkert á meðan á verkinu stendur. Bakgrunnurinn er hringferð um herbergið þar sem smáatriðum þess er lýst í 12 mínútur.

Verkið var sýnt til í sjónvarpi til hliðar við Frá Ártúnshöfða niður að sjó við Granda á sýningunni Stælar í Ketilhúsinu á Akureyri árið 1999.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Scroll Up
×
Verified by MonsterInsights