Minnismerki óbreytta borgarans var innsetning á sýningunni „Gullkistan“ sem fór fram í gamla Héraðsskólanum á Laugarvatni sumarið 1995. Verkið er byggt upp af léreftsdók með áprentuðum texta sem strendtur var þvert yfir heimavistarherbergi, undir súðinni. Til að geta lesið texta verksins þurftu áhorfendur að skríða undir dúkinn og slétta úr fellingunum í efninu. Þeir snertu þannig verkið á sama tíma og þeir lásu úr því. Textabrotin sem verkið byggði á voru unnir upp úr skáldsögum íslenskra samtíma-kvenrithöfunda.