Nokkuð flókið verk þar sem þungamiðjan er gólffleki sem er einskonar ‘dalur’ sem áhorfandinn gengur upp á við skoðun verksins. Á veggjum eru fletir á þremur veggjum. Á tveimur og í horn er einskonar lágmarksútgáfa af landslagspanórama, nokkuð sem vinnur með dalnum á gólfinu. Á þriðja veggnum er silkiþrykkt textaspjald, með áhersluatriðum í tengslum við lýsingu Karls Marx á blæti í tengslum við fjármagn í Das Kapital.