Opið stúdíó og vernissage laugardag 8. desember frá 3 til 7

Opið stúdíó og vernissage verður á Hómaslóð 4 þann 8. desember frá 3 til 7. Kynnt verða nokkur verkefni, röð af litlum blekskissum og ný akvarelluröð, auk nýrra málerka unnin með akrýllitum á pappír. Þar hef ég þegar lokið einni 8 mynda röð og lofar verkefnið góðu. Á sviði ljósmyndunar kynni ég nýja 16 mynda röð takna á Austurvelli í tilefni af 10 ára afmæli hrunsins, auk endurgerða og útgáfu á efni frá fyrri árum, tvær raðir frá Suður-Ameríku frá 2010 og ein, Eyjar, frá 1996. Það er því af nógu að taka og vil ég því bjóða vinum í heimsókn að skoða verkin. Léttar veitingar verða einnig í boði.

Nú er orðið ansi langt síðan ég síðast bauð vinum til fagnaðar í stúdíóinu og mikið að gerast. Þess vegna langar mig til að bjóða ykkur að fagna með mér þann 8. desember frá 3 til 7 og skoða ný verk.

Ég hef lokið við mynda röð af litlum blekskissum og haldið áfram með akvarellur. Auk þessa er ég byrjaður á tilraunum með ný málerk unnin með akrýllitum á pappír. Þar hef ég þegar lokið einni 8 mynda röð og lofar verkefnið góðu.

Á sviði ljósmyndunar hef ég haldið áfram með skipulega útgáfu mynda. Nú í haust gerði ég 16 mynda röð sem er tekin á Austurvelli og til minnis um að 10 ár eru liðin frá hruni. Hún getur einnig verið visst innlegg í umræðuna um 100 ára fullveldi með valdastofnanir í bakgrunni og Jón Sigurðson í miðju myndar.

Ég hef einnig hafið skipulega vinnu við að vinna úr eldra myndefni, nokkuð sem er að skila árangri. Um er að ræða efni sem hefur verið nýtt í innsetningar og sýningar á ýmsu formi í tímans rás, en hefur ekki verið formlega kynnt á skipulegan hátt þess fyrir utan. Nú hef ég lokið við útgáfu á tveimur röðum frá Suður-Ameríku, Montevideo og Mañanas en Juana Azurduy. Sú fyrri telur 20 myndir og sú síðari 12. EInnig hef ég unnið útgáfu út frá myndröð sem var unnin sem innsetning fyrir sýningu í Nýlistasafninu árið 1996, Eyjar. Það er 5 mynda útgáfa.

Það er því af nógu að taka og vil ég því bjóða vinum í heimsókn að skoða verkin. Léttar veitingar verða einnig í boði.

Stúdíóið er á Hólmaslóð 4, úti á Granda, með inngang á miðjum vegg á bak við Kosmos og Kaos. Stúdíóið er einnig merkt á Google-kort ef þið þurfið frekari leiðbeininga við.

 

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Scroll Up
Verified by MonsterInsights