Myndröð tekin á Austurvelli í Reykjavík réttum 10 árum eftir að efnahagshrunið 2008 leiddi til endurtekinna mótmæla á vellinum. Verkið er viss kontrast við þá viðburði, þar sem stytta Jóns Sigurðssonar lendir stöðugt á einmanalegan hátt í bakgrunni á friðsælum reitnum.
Verkið samanstendur af tveimur hlutum, tveggja rása vídeóverki þar sem horft er til hliðar í kring um torgið, klippt út frá reglu aukastafa tölunnar pí, og safni 16 ljósmynda sem teknar eru með reglulegu millibili allt í kring um torgið.
Post type with a slug of "product" is not registered.