Hér er um að ræða nýja röð akrýlmynda á bambuspappír í stærðinni 32×32 cm. Hvert verk er byggt upp af 8 lögum af þunnri akrýlmálningu sem þekur allan flötinn í hverri umferð. Forsendur myndraðarinnar og uppbygging hverrar myndar eru fengnar út frá aukastöfum pí á hexadesimal formi. Í þessari myndröð eru 12 stefnur mögulegar í málunarátt og litir valdir úr 48 mögulegum litum. Pí ræður lit flatarins og stefnu málunar í hverri umferð.
Einnig minni ég á að ævinlega er hægt að koma við í stúdíóinu að Hólmaslóð 4 til að kynna sér verkin nánar. Áhugasamir geta hringt í mig í síma 661 8723 til að ákveða tíma.
Post type with a slug of "product" is not registered.